Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.
Maður undirbýr sig alltaf eins og maður ætli að veiða fiskana frá því í fyrra. Fyrir þessa árlegu skipulögðu Veiðivatnaferð var fyllt á flugubox með gyltum flugum eins og þeim sem gáfu best í fyrra. Ólífugrænn Nobbler í nokkrum útfærslum fékk að fljóta með, minnugur þess sem gerðist síðasta kvöldsins okkar í Fyrstuvík og Orange…
Um daginn átti ég ágætt spjall við félaga minn og við ræddum allt milli himins og jarðar, svona eins og gengur. Meðal þess sem við fórum yfir var háttalag laxfiska gagnvart flugum. Ég þóttist hafa lesið það einhvers staðar að lax og urriði væru í raun ekkert sérstaklega snaggaralegir fiskar, þeir væru í raun svifaseinir…
Nú er tímabilið rétt handan við hornið og nokkra farið að klæja allóþyrmilega í kasthöndina. Sumir hafa æft hana síðustu vikur við hnýtingar og líklega liggja nokkrar þúsundi glansandi fínna flugna í boxum veiðimanna og bíða þess að fara í bað. Hér ætla ég að lauma inn smá játningu; ég er ekki búinn að hnýta…
Í sumar sem leið var ég töluvert að böðlast með flugurnar mínar í straumi. Ég hef ekkert farið leynt með það að oftast var ég einn, alveg aleinn, ekki einu sinni fiskur á svipuðum slóðum. Aðallega vegna þess að ég fór ekki nógu varlega. En, ég notaði hvert tækifæri sem gafst til að prófa tæknina…
Egg flugunnar þroskast á tveimur til þremur mánuðum og eftir það lifir flugan í vatninu sem gyðla allt þar til hún skríður á land og þroskast skömmu síðar í fullvaxta flugu. Fullvaxta fluga er ófleyg og heldur sig mest á vatnsbökkum eða þar til hún skríður aftur út á vatnið og verpir í mars og…