Damsel Þær eru nánast óendalega margar flugurnar sem líkjast Woolly Bugger eða einhverri allt annarri flugu sem heitir eitthvað allt annað. Ein þessara flugna er Damsel straumflugan. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hvenær þessi fluga kom fram á sjónarsviðið og þess þá heldur erfitt að segja hver sé höfundur hennar. Flugunni svipar vissulega til nokkurra…
Ég veit ekki hvort allir þekkja hugtakið dálkasentímetrar úr heimi blaðamanna en það er það pláss sem fylla þarf á blaðsíðu í tímariti eða dagblaði þannig að úr verði samfella. Oft vilja ónýttir dálkasentímetrar safnast saman á síðustu blaðsíðum tímarita eða blaða og þá er gott að eiga nokkrar minna mikilvægar greinar, myndir eða auglýsingar…
Craven’s Haymaker Hverjum hefði dottið í hug að þessi fluga héti eitthvað sérstakt? En það er nú reyndar tilfellið að þessi Damsel / Nobbler / Woolly Bugger með gúmmílöppum heitir Haymaker og það sem meira er, hún er af Craven fjölskyldunni. Í nokkur ár var höfundur flugunnar, Charlie Craven að bögglast með hana í nokkrum…
Það hefur ósjaldan komið fyrir að ég er helst til sparsamur á marabou fjaðrir þegar ég hnýti flugur eða ég nota ranga tegund þeirra í þær flugur sem ég er að hnýta í það og það skiptið. Marabou fjaðrir, sem vitaskuld eru ekki af marabou storkinum heldur kalkún eða hænu, eru sérlega líflegt og púffí…
Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.
Stundum þarf ekki mikið til að gleðja lítinn. Eins og svo oft á vetrum þá rennir maður í gegnum áhugaverðar blaðagreinar sem maður hefur sett á ís yfir sumarið. Sum sumur má maður bara ekkert vera að því að lesa einhverjar blaðagreinar og þá er gott að geyma þær til rólegri vetrarmánuða. Umrædd grein fjallaði…