Í gegnum tíðina hef ég oft velt því fyrir mér hversu mikilvægt það sé að fylgja uppskrift flugu alveg í þaula. Uppskriftir eru misjafnar, sumar erfast nokkuð nákvæmlega frá höfundi yfir í bók, tímarit eða út á veraldarvefinn, á meðan aðrar eru í skásta falli gott gisk eða hafa þynnst út og aflagast í meðförum…
Í framhaldi af boxinu mínu, fór ég í gegnum nokkrar bækur og greinar með flugu uppskriftum sem ég hef sankað að mér og setti einar 23 niður á vefinn. Þetta eru sem sagt uppskriftir og athugasemdir á 23 af 24 flugum sem ég þykist ætla að hafa í boxinu mínu á næstunni. Uppskriftirnar eru aðgengilegar…
Ný fluga hefur verið sett inn á Flugur – uppskriftir : Fluga sem FOS.IS hefur lengi haft í bígerð að birta hér, en alltaf veigrað sér við því vegna óvandaðrar hnýtingar, hér með mynd að láni.
Ný fluga hefur verið sett inn á Flugur – uppskriftir : Það ber ekki á öðru, laxafluga inn á FOS.IS Að vísu ætluð í urriða, hnýtt eftir fyrirmynd sem sást í boxi afturbata laxveiðimanns á bökkum urriðaár hér um árið.
Ný fluga hefur verið sett inn á Flugur – uppskriftir : Klassísk síld frá Vesturheimti, önnur flugan hér úr frægu tríói.
Ný fluga hefur verið sett inn á Flugur – uppskriftir : Að þessu sinni er það fluga sem ég hef fylgst með á netinu í nokkur ár, þ.e. henni hefur skotið fyrir í fjölmörgum greinum og svo virðist hún alltaf rata inn á lista yfir mest seldur flugurnar, ár hver. Moto’s Minnow eftir Moto Nakamura.