Einhver algengustu mistök veiðimanna sem hyggjast veiða með straumflugu er að skipta ekki um taum þegar þeir færa sig úr púpum eða votflugum. Ég hef sjálfur brennt mig á þessu og ég kem örugglega til með að brenna mig á þessu oftar. Hefðbundinn púputaumur er stangarlengd og ríflega það, frekar grannur og frammjókkandi. Ég hef…
Í fyrrasumar var ég óvenju duglegur að veiða litlar flugur, þ.e. flugur sem hnýttar voru á króka #14 og #16. Mikið minni flugur á ég erfitt með að hnýta á tauminn, kominn á þennan aldur og er ekki með tvískipt gleraugu. Til að byrja með gekk mér heldur brösuglega að veiða þessi kríli, það var…
Heppilegur taumur í þurrfluguveiði gæti til dæmis verið 4X taumur, u.þ.b. 12‘ að lengd. Ég hef það fyrir satt að sumir taka einfaldlega ‚venjulega‘ 9‘ tauminn sinn og bæta 4X taumaefni framan við hann þannig að þetta þarf ekki að vera flókið. Hvort taumurinn eigi að skera yfirborðið eða ekki er álitamál milli veiðimann. Sumir…
Þegar spurningin kemur upp um það hvort taumurinn eigi að vera undir eða ofaná, þ.e. vatnsfilmunni þá getur þú svo sem farið sömu leið og Kolbeinn kafteinn gerði, slegið í og úr eða bara svipt ofan af þér sænginni og látið slag standa. Nei, ég er ekki alveg búinn að missa mig. Poly-taumar fljóta gjarnan…
Þeir sem lesið hafa þessa tauma-pistla mína hafa eflaust lagt saman tvo og tvo og náð einhverju í líkingu við fjóra. Ég hef nefnt óþol mitt gagnvart því að kaupa frammjókkandi tauma og þann kostnað sem af sí-endurteknum kaupum hlýst. Svo hef ég nefnt að ég hnýti á milli endanlegs taumaenda og taums til að…
Þeir sem hnýta sína tauma sjálfir frá byrjun til enda verða að eiga þetta 4-5 mismunandi sverleika taumaefnis í handraðanum. Silungsveiðimaðurinn á sverast t.d. 01x og niður í 3x. Hvað laxmaðurinn á sverast veit ég bara ekki, en það hlýtur að þurfa nokkuð svert og slitsterkt efni fyrir 20lb. lax. En látum það liggja á…