Enn held ég áfram að kíkja yfir vandamála punkta síðustu ára, það virðist vera af nógu að taka, eða þá ég hafi gleymt að merkja við að ég hafi þegar skrifað eitthvað upp úr þessu pári mínu. Ef einhvern rámar í eldri grein um rassskelli, þá er eins líklegt að ég hafi gleymt að merkja…
Þegar ég er í veiði þá gleymi ég reyndar oftast hvað tímanum líður og mér er alveg sama. Stundum ranka ég við mér þegar innbyggð klukka mín er kominn að þolmörkum og garnagaulið er orðið svo hátt að allur fiskur fælist, en stundum finnst mér ég vera búinn að vera að svo tímunum skiptir sem…
Stundum er einfaldlega best að kíkja í gömlu verkfærakistuna þegar eitthvað þarf að laga. Þannig upplifði ég það í sumar sem leið þegar stangartoppurinn minn lak endalaust niður úr fremra stoppi í kastinu og úr varð einhver ókunnug lúppa sem gerði ekkert annað en hnýta vindhnúta í bakkastinu. Já, það er ekki öllu gefið að…
Að mínu viti læknast enginn af verkjapillum einum saman, eitthvað meira þarf til. Verkjalausum gefst vissulega tóm til að vinna á meinsemdinni á meðan pillurnar virka, en á einhverjum tímapunkti verður maður að leggja frá sér pilluglasið áður en maður verður háður þeim. Fyrir mörgum árum síðan fékk ég ávísun á pillur vegna smá kvilla…
Sá grunur hefur alveg laumast að mér að lesendur séu búnir að fá meira en nóg af greinum sem gefa til kynna að ég sé rosalega smámunasamur. Endalausar smápillur um einhverjar leiðréttingar á hinu og þessu sem enginn nennir lengur að lesa. Ef einhver heldur virkilega að ég taki allt það upp sem hér er…
Ég hef fengið að heyra að ég sé nokkuð bráður, það er bara kjaftæði, ég er bara snöggur að taka ákvarðanir, við flest annað en flugukastið. Ég á vanda til að gefa línunni allt of langan tíma í bakkastinu og þá fellur hún auðvitað, slær tauminum niður og skyndilega er engin fluga eða ekkert afl…