Rektor Laxá í Mývatnssveit hefur óbeint getið af sér fjölda flugna, Rektor er ein þeirra. Fluguna hnýtti Kolbeinn Grímsson og lét Bjarna Kristjánsson, rektor Tækniskólans hafa hana ónefnda til reynslu við Laxá. Í lok dags hafði flugan fært Bjarna fjölda fiska og þegar Kolbeinn var inntur eftir nafni hennar, skýrði hann hana umsvifalaust Rektor. Krókur:…
Hólmfríður Ein veiðnasta straumfluga hérlendis í urriða, staðbundinn og sjógenginn. Nú ber svo vel í veiði að hér þarf ekki að hafa mörg orð um fluguna, alla söguna af tilurð hennar og í kaupbætti hvernig höfundur hennar, Kolbeinn Grímsson hnýtir hana má sjá og heyra í myndbandinu hér að neðan. Stefán Bjarni Hjaltested hnýtti allar…
Ensk að uppruna, kennd við bæ á austurströnd Skotlands. Afburða fluga í allan silung, staðbundin og sjógöngufisk. Eitt afbrigði þessarar flugu er það þegar stélið er hnýtt úr teal fjöðrum í stað gullfasana, ekki síðri þannig, og þá er hún komin í hóp þekktra Teal-flugna. Höfundur: óþekkturÖngull: Hefðbundin 10-14Þráður: Svartur 6/0Stél: Hausfjöður af gullfasana / tealVöf: GullvírBúkur:Flatt tinsel,…
Buzzer Hér er ekki um einhverja eina flugu að ræða, heldur flóru af flugum sem eiga í 95% tilfella allt sameiginlegt. Svartur er hann trúlega einhver öflugastur buzzera, þ.e. flugna sem apa eftir púpustigi mýflugunnar. Þessi fluga er afskaplega einföld í hnýtingu; þráður, vír, kinnar og lakk. Ef þú vilt vera örlátur þá getur þú…
Burton Þessa flugu hef ég oft og iðulega séð skráða fyrir fjölda fiska í Hlíðarvatni í Selvogi. Veiðimaðurinn er nær alltaf sá sami, en ég veit fyrir víst að þessi fluga er gjöful víða enda hönnuð eftir fyrirmynd sem fengin er beint upp úr maga ný veiddrar bleikju. Höfundur flugunnar, Hafsteinn Björgvinsson tjáði okkur að…
Black Ghost Ein besta straumfluga allra tíma í urriða, sjóbirting og lax. Sannkölluð sígild hönnuna frá 1927 eftir Herbert L. Welch. Áhugi manna dalaði um nokkurn tíma á þessari straumflugu eins og svo mörgum öðrum, en hún hefur verið að koma sterk inn aftur síðari ár. Síðari ár hafa komið fram á sjónarsviðið ýmsar útfærslur…