Vonandi hafa allir lesendur gengið sómasamlega frá flugustönginni síðasta haust þannig að allt sé klárt núna þegar vorar. Eitt af því sem getur plagað menn verulega þegar vorar eru skítug, mygluð eða jafnvel skemmd handföng á veiðistöngum bara vegna þess að ekki var gengið rétt frá s.l. haust. Flestir framleiðendur veiðistanga ganga þannig frá sinni…
Flestir geta hrósað því happi að hafa notið leiðsagnar vinar eða reynds veiðimanns þegar þeir tóku sitt fyrsta flugukast á æfinni. Þetta er vitaskuld ekki einhlítt, en fyrr eða síðar hefur væntanlega einhver bent á eitthvað hjá ykkur sem betur mætti fara. Eitt það fyrsta sem ég fékk að heyra var að bíða, bíða eftir…
Hér áður fyrr voru háfar stórir, mjög stórir og festir á langt skaft þannig að það væri auðvelt að ná stórum, stórum löxum í þá, helst án þess að bleyta gúmmískóna. Hvenær það gerðist að silungsveiðimenn fóru að bera á sér háf til að ná fiski, veit ég bara ekki, sumir segja að það séu…
Flestir veiðimenn eiga sér einhverja uppáhalds græju, flugu eða fatnað. Einn sem ég þekki fer ekki út að veiða öðruvísi en hann sé búinn að spegla sig í bak og fyrir, look‘ið verður að vera í lagi. Ég tek það sérstaklega fram að umræddur veiðimaður er karlmaður, bara til að koma í veg fyrir einhvern…
Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.
Það hefur nú ekki verið talið til kosta að vera með þumal sem alla fingur og því er ótrúlegt að til séu jafn margar þumalputtareglur um hitt og þetta. Eini velkomni þumallinn sem ég þekki í fluguveiðinni er sá sem maður setur á handfangið í kastinu. Þann þumal ættu veiðimenn að virða og halda í…