Grundvallaratriði – framkastið eins og The New Fly Fisher kynnir það. Fleiri myndbrot frá The New Fly Fisher er að finna á YouTube
Enn held ég áfram að kíkja yfir vandamála punkta síðustu ára, það virðist vera af nógu að taka, eða þá ég hafi gleymt að merkja við að ég hafi þegar skrifað eitthvað upp úr þessu pári mínu. Ef einhvern rámar í eldri grein um rassskelli, þá er eins líklegt að ég hafi gleymt að merkja…
Enn og aftur dettur mér Harry Potter í hug, síðast var það þegar ég var spurðum um val á flugustöng, en núna kviknaði þessi tenging hjá mér þegar mér varð fótaskortur á internetinu og lenti á myndbandi þar sem hönnuður hjá þekktu fyrirtæki kynnti byltingarkennda nýja flugustöng. Svona meðal annarra orða, þá er eins og…
Eitt af undrum fluguveiðinnar, sem margir að vísu gleyma, er að flugulínan ferðast sömu slóð og toppur stangarinnar. Þetta getur vissulega orðið til vandræða, eins og til dæmis þegar maður ‘óvart’ sveigir stangartoppinn í síðasta framkastinu, línan skýst fram en tekur allt í einu upp á því að beygja af leið og lenda á allt…
Mér hefur stundum fundist eins og flugulínur hafi sjálfstæðan vilja. Það er jú gott að leyfa stöng og línu að njóta sín, vinna saman og vera ekkert að ofgera þessu viðkvæma ástarsambandi handar og tvíeykisins, en stundum er hegðun línunnar eitthvað sem mér finnst vera óásættanlegt. Eitt af því sem ég leyfi mér að láta…
Ég bara veit ekki hversu oft ég hef staðið mig að því í bráðræði að byrja að draga inn of snemma þegar ég er með þyngda púpu eða staumflugu á endanum. Stundum læt ég eins og fiskurinn sé eitthvað tímabundinn, sé að missa af strætó og ég þurfi endilega að byrja að dilla flugunni fyrir…