Langskeggur Langskeggur er ein þeirra flugna sem ber nafn með réttu. Skegg flugunnar er langt, mjög langt og vel umfram það sem öll púpu- og votflugufræði segja hnýturum. En það hefur alls ekki komið niður á veiðni þessarar flugu, nema síður sé. Frá því Örn Hjálmarsson kom fram með þessa flugu hefur hún fært veiðimönnum…
Bibio Hopper Flestir sem stundað hafa Laxá í Aðaldal og silungavötnin norðan heiða þekkja Bibio og Galdralöpp Jóns Aðalsteins sem fyrirtaks agn þegar Galdralöppina hrekur út á vötnin og silungurinn veður í henni. En flugurnar sem bera Bibio nafnið eru reyndar svo margar að vart verður þverfótað fyrir þeim, í það minnsta erlendis. Upprunalegu Bibio…
Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.
Á Íslandi finnast sex tegundir bitmýs. Þær eiga það þó allar sameiginlegt að flugurnar eru smágerðar, dökkar og frambolurinn kreppist eilítið upp fyrir afturbolinn. Púpurnar líkjast flugunni meira heldur en lirfan sem eru töluvert stærri en fullvaxin fluga, allt að 1 sm. Lirfan er lík ormi, með haus og röð króka aftur eftir bolnum. Myndbreyting lirfunnar á…
Nú þegar halla fer í haustið og veiðiferðunum fer að fækka, þá tekur maður upp á undarlegustu hlutum til að viðhalda sóttinni sem hefur herjað á mann í allt sumar. Eitt af því er að lesa ótrúlegustu greinar um það sem maður hefði átt að vita áður en lagt var af stað síðasta vor, t.d.…