Rektor Laxá í Mývatnssveit hefur óbeint getið af sér fjölda flugna, Rektor er ein þeirra. Fluguna hnýtti Kolbeinn Grímsson og lét Bjarna Kristjánsson, rektor Tækniskólans hafa hana ónefnda til reynslu við Laxá. Í lok dags hafði flugan fært Bjarna fjölda fiska og þegar Kolbeinn var inntur eftir nafni hennar, skýrði hann hana umsvifalaust Rektor. Krókur:…
Allt frá þeim tíma sem byrjað var að framleiða flugulínur úr gerviefnum hafa veiðimenn glímt við minnisvandamál. Ég til dæmis gleymi oft hvaða lína er á hvaða spólu; er þetta heilsökkvandi línan eða er þetta intermediate línan? Nei, auðvitað veit ég alveg hvaða lína er á hvaða spólu. En ég, rétt eins og aðrir, glími…
Tíminn flýgur hratt og mér finnst eins og það séu aðeins örfáir dagar síðan ég lagði í smá hrekk og setti inn á Febrúarflugur. Þannig var að ég var að dunda eitthvað við hnýtingarþvinguna og ég var kominn með einhverja byrjun að flugu að því ég hélt eftir eigin höfði. Hvort ég hafi staðið upp…
Í hreinskilni sagt þá fer ég stundum í veiðivöruverslanir til að kaupa ekki neitt. Stundum slæðist reyndar eitthvað með mér út úr búðinni, en oftar en ekki þá er ég bara að forvitnast og hitta mennina. Afsakið að ég segi mennina, en ég hitti því miður mjög fáar konur í þessum verslunum, hverju sem það…
Þegar púpurnar fara á kreik í vatninu er um að gera að taka vel eftir hegðun þeirra, litbrigðum og því hvar í vatnsbolnum þær halda sig. Svo má prófa sig áfram með veiðiaðferð. Dautt rek Þessi tækni er tilvalinn ef púpurnar halda sig á u.þ.b. 1,5 metrum eða grynnra. Best er að nota flotlínu með…
Ein fluga, ein tegund flugna, allar flugur með mjúkum fönum, eða hvað? Allt góðar og gegnar spurningar sem ég veit fyrir víst að í það minnsta einn annar hefur velt fyrir sér, kannski fleiri. Byrjum á byrjuninni og minnumst á Lilju soft hackle flugnanna sem allir vildu kveðið hafa, fyrstir. Trúlega er Partridge and Orange…