Það þarf víst ekki að taka það fram að stangir eru mismunandi, þetta vitum við og flest tökum við mark á þessu þegar við veljum stöng þegar komið er á veiðistað. Nú er ég ekki að tala um mismunandi framleiðendur eða tegundir stanga, heldur styrkleika þeirra eftir þyngd og lengd. Síðustu ár hef ég verið…
Hugrenningartengsl er merkilegt fyrirbæri, eitt leiðir að öðru og áður en varir er maður kominn órafjarri því sem kveikti hugrenningar. Ég hlustaði nýlega á umfjöllun um sölu veiðileyfa á Íslandi í sumar sem leið. Gott sumar, erlendir veiðimenn og traustir íslenskir aðilar var svolítið viðkvæðið hjá þeim sem ræddi við fréttamanninn, ekki eitt orð um…
Ef einhver velkist í vafa um það hvað craft fur er, þá er það einfaldlega gervihár sem upprunalega var framleitt í kraga á úlpur, alveg satt. Máttur fluguveiðinnar er aftur á móti slíkur að flest þekkjum við þetta frekar sem hráefni í flugur. Löng, fíngerð hár sem afar margir hnýtarar nota í stað náttúrulegra hára…
Þegar ég var strákur og var eitthvað að stelast með eldspýtur og kveikja varðeld niðri í fjöru, þá fann maður sér stundum stóran stein til að kubba í sundur spýtur á eldinn. Því skarpi sem brúnin á grjótinu var, því auðveldara var að brjóta spýturnar með því að tvíhenda þeim við steininn. Einföld regla um…
Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.
JOAKIM‘S fluguveiðivörur þarf vart að kynna fyrir veiðimönnum og áhugafólki um fluguhnýtingar. Um árabil hefur JOAKIM‘S látið hanna fyrir sig flugustangir og fluguhjól og boðið veiðimönnum á Íslandi, ásamt því að bjóða upp á úrval hnýtingaefnis og tækja. JOAKIM‘S styrkir Febrúarflugur að vanda með gjafabréfum til handa tveimur heppnum hnýturum. Opnunartími JOAKIM‘S er afar sveigjanlegur…