Það veltur allt á haustinu hvenær FOS.IS lifnar við eftir sumarfrí. Hvað sem segja má um sumarið, þá hefur haustið leikið við okkur hérna sunnan heiða en núna er það trúlega gengið í garð, þó stöku dagar séu enn með þeim betri sem komið hafa síðan í vor sem leið. Um árabil hefur það verið…
Það flokkast undir almenna skynsemi að sitja rétt við hnýtingarnar, vera á góðum stól og sitja beinn í baki, þetta segir sig sjálft og þarf ekki að tyggja aftur og aftur, eða hvað? Þeir heyra til undantekninga, hnýtararnir sem ég sé á vetrum sem sitja rétt. Jú, flestir þeirra sitja beinir í baki og passa…
Já, nú er haustið að hellast yfir okkur og við getum lítið annað gert í því heldur en njóta þess eins og mögulegt er. Sumir lengja tímabilið langt fram í október og kíkja í sjóbirting á meðan aðrir streða enn við vötnin og nýta þessa góðu daga inni á milli. Svo eru líka þeir sem…
Svo lengi sem jörðin hallar undir flatt og heldur hringferð sinni kringum sólina áfram, þá verða hér árstíðaskipti. Á uppvaxtarárum mínum var það raunar allt annað sem réði árstíðaskiptunum og þær voru aðeins þrjár. Sumarið var þegar frí var í skólanum, haustið þegar ég var sendur út í Kaupfélag til að kaupa stílabækur fyrir skólann…
Stundum velti ég því fyrir mér hvenær komi að því að ég nái fullorðinsaldri þegar kemur að flugukasti. Smátt og smátt og með nokkrum flugum (sem aldrei koma fyrir nokkurs manns sjónir) tókst mér að komast upp á lagið með hnýtingar. Ég er ekki neinn afburða hnýtari, en ég reyni og mér tekst yfirleitt að…
Það er þrennt sem mér finnst skemmtilegast að gera; veiða silung að vori, veiða silung að hausti og svo þess á milli. Oft hefur veiðinni að vori og hausti verið líkt saman, fiskurinn fer sér hægt og svipaðar flugur virka einna best á þessum árstíma. Hvað veðráttuna varðar þá er svo sem allur gangur á…