Indian Streamer Ef eitthvað er að marka veraldarvefinn, þá kom þessi fluga fyrst fyrir almenningssjónir árið 1855 í vesturheimi. Hennar ku getið í bók Campbell Hardy Sporting Adventures in the New World þó mér hafi ekki tekist að finna það nákvæmlega í þeim tveimur bindum bókarinnar sem telja alls rúmlega 700 bls. Það verður seint sagt um…
Soldier Palmer Í öllum þeim bókum og greinum sem ég hef viðað að mér, þá finn ég ekki einn einasta staf um það hver sé höfundur þessarar flugu. Flugan er gömul, mjög gömul því hennar er getið, með einum eða öðrum hætti í bók Izaak Walton, The Complet Angler frá árinu 1653, þá undir nafninu Red Palmer.…
Ég hef fengið að heyra að ég sé nokkuð bráður, það er bara kjaftæði, ég er bara snöggur að taka ákvarðanir, við flest annað en flugukastið. Ég á vanda til að gefa línunni allt of langan tíma í bakkastinu og þá fellur hún auðvitað, slær tauminum niður og skyndilega er engin fluga eða ekkert afl…
Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.
Það er ekki sjálfgefið að betur hnýttar flugur séu endilega betri. Ending þeirra verður mögulega meiri, útlit þeirra fallegra en hvorugt þessa segir endilega til um færni þeirra til að ganga í augun á fiskinum. Ég hef sagt það áður og reynt margoft að druslulegar, illa farnar flugur hafa stundum fært mér fleiri fiska heldur…
Orvis – Plate V úr Favorite flies and their histories sem er aðgengileg án endurgjalds hérna.