Enn og aftur dettur mér Harry Potter í hug, síðast var það þegar ég var spurðum um val á flugustöng, en núna kviknaði þessi tenging hjá mér þegar mér varð fótaskortur á internetinu og lenti á myndbandi þar sem hönnuður hjá þekktu fyrirtæki kynnti byltingarkennda nýja flugustöng. Svona meðal annarra orða, þá er eins og…
Að skjóta í mark, hvort sem það er með byssu eða bolta í skemmtigarði er alveg ágæt skemmtun. Það er ákveðin leikni sem felst í þessari afþreyingu og auðvitað keppni, gera betur heldur maður sjálfur hefur gert eða einfaldlega betur heldur en næsti maður. Svo er það þetta með verðlaunin, þau freista flestra. Til að…
Ég hef alveg komið því til skila í gegnum árin að mér finnst vindur ekkert sérstaklega til trafala í veiði, þvert á móti. Þetta hef ég sett fram með smáa letrinu að hann megi ekki vera of mikill og helst ekki mikil rigning meðfylgjandi. Með enn smærra letri hafa sumir lesendur séð að hitastigið verður…
Professor Klassískur fræðimaður frá Skotlandi, ein af elstu núlifandi flugum og þá á ég við að hylli hennar er enn gríðarleg meðal silungsveiðimanna og þá helst eins og hún var hnýtt upphaflega, með hringvafi úr langri fjöður sem nær ríflega öngullegginn. Einhvers misskilnings gætti um tíma um uppruna hennar, jafnvel talinn Amerísk, en höfundur hennar…
Nobbler Nobbler eða Dog Nobbler eins og hann heitir fullu nafni er til í ótal mörgum útgáfum og það er í raun eins og allar marabou flugur með áföstum augum í einni eða annarri mynd hafi fengið þetta nafn hérna á Íslandi. Af gefinni reynslu í vatnaveiði, þá mæli ég með að menn prófi stutta…
Eins og gengur þá getur hárum fækkað. Það geta verið náttúrulegar ástæður fyrir þessari fækkun en svo geta veiðimenn einnig reitt hár sitt í bræði, af örvinglan eða klórað sér svo í kollinum yfir efnisvali flugna að á hárvexti sér. Í viðleitni til að koma í veg fyrir hið síðastnefnda, þá er hér stutt samantekt…