Til að teljast vera með fulla sjón á maður að geta lesið neðstu línuna á Snellen spjaldinu í 20 feta fjarlægð og þá er maður með 20/20 sjón. Það er ekkert óalgengt að með aldrinum dragi örlítið eða jafnvel töluvert úr þessum hæfileika eða eins og margur hefur látið út úr sér, það er alltaf…
Það eru oft einföldu ráðin sem duga best. Ef veiðimaður er sífellt með allar flóknu, vísindalegu ráðleggingarnar í huga þegar hann er að kasta, þá dugir augnablikið í kastinu alls ekki til þess rifja allt upp sem þarf að hafa í huga. Einföld ráð, sérstaklega þau sem innifela ákveðna forvörn er oft betra að muna…
Ekki alls fyrir löngu átti ég gæðastund með nokkrum hnýturum úti í bæ þar sem við spjölluðum um allt milli himins og jarðar, innan flugufræðinnar þó. Mér finnst alltaf jafn gaman að eiga svona stundir og eins og gerist, þá teygðist á umræðuefninu í allar áttir og ýmislegt ber á góma. Meðal þess sem kom…
Þegar annað augað er dregið í pung hlýtur sjónin að skerðast um helming sem er slæmt mál ef maður er eineygður eins og öngull. Ekki draga það of lengi að hreinsa flugulakkið úr auganu ef þú hefur slysast til að lakka í það. Jafnvel besti úrsnarari nær ekki að hreinsa augað ef lakkið hefur náð…
Vindhnútar og svipusmellir í framkasti eru eins og draugar sem fylgja fluguveiðimanninum. En draugar þurfa ekki alltaf að vera okkur til ama. Ef við viljum ekki í sífellu vera að snúa okkur úr hálsliðnum til að fylgjast með línunni í bakkastinu getum við framkallað draug með því að telja (í hljóði) frá því við hefjum…
Þegar þú ert búinn að vera lengi með veiðigleraugun á þér (Poloroid) er ágæt regla að taka þau af sér í smá tíma og skima um vatnið. Þegar þú setur gleraugun á þig aftur virðast þau virka betur. Það er þannig að augun í okkur venjast skautuðu gleri með tímanum og við hættum að sjá…