Nobbler Nobbler eða Dog Nobbler eins og hann heitir fullu nafni er til í ótal mörgum útgáfum og það er í raun eins og allar marabou flugur með áföstum augum í einni eða annarri mynd hafi fengið þetta nafn hérna á Íslandi. Af gefinni reynslu í vatnaveiði, þá mæli ég með að menn prófi stutta…
Hólmfríður Ein veiðnasta straumfluga hérlendis í urriða, staðbundinn og sjógenginn. Nú ber svo vel í veiði að hér þarf ekki að hafa mörg orð um fluguna, alla söguna af tilurð hennar og í kaupbætti hvernig höfundur hennar, Kolbeinn Grímsson hnýtir hana má sjá og heyra í myndbandinu hér að neðan. Stefán Bjarni Hjaltested hnýtti allar…
Gunkel’s Radiation Beatis Það sem einum dettur í hug, hefur annar örugglega prófað. Þessa flugu sá ég í tímariti í vetur þar sem hún var rómuð af veiðimönnum vestan hafs, þ.e. í Kanada og Bandaríkjunum. Höfundur hennar er Shea Gunkel og hún heitir einfaldlega Gunkel’s Radiation Baetis. Það skemmtilega við þessa flugu er að ég…
Gullbrá Ef einhver er að leita að auðhnýttri, gjöfulli flugu í hvað fisk sem er, þá er þetta flugan. Gullbrá hefur glapið bleikjur í hrönnum, urriða í öðru eins magni og laxar hafa líka litið við henni og verið landað. Það eru einhver ár síðan ég setti þessa flugu fyrst í boxið mitt og þar…
Flæðarmús Á miðju sumri 1986 fæddist þessi landsfræga fluga á borði Sigurðar Pálssonar. Fyrst rauð, síðar svört og bleik úr höndum annarra sem tóku við og breyttu, komu með aðrar útfærslur. Hvernig sem þessi fluga er útfærð, þá tekur hún allan fisk. Höfundur: Sigurður PálssonÖngull: Legglangur 6-10Þráður: Svartur 6/0Skott: Blá hár úr íkornaskottiLoðkragi: Svört fön úr strútsfjöðurBúkur: Aftari helmingurinn úr…
Dýrbítur Mannskaðafluga sem glepur svo stóra fiska að veiðimanni er bráð hætta búinn er haft eftir höfundi hennar, Sigurði Pálssyni. Eitt er víst að þessi fluga er gjöful og hefur verið framanlega í boxum veiðimanna frá því hún hóf ónefnd feril sinn í Laxá í Dölum. Nafnið fékk hún 2004 eftir að hafa sett í 23 punda sjóbirting…