Ke-He Árið 1932 voru Skotarnir Kemp og Heddle að veiðum, eins og svo oft áður við Loch of Harray á Hrossey á Orkneyjum. Þá urðu þeir vitni að því þegar býflugur hröktust út á vatnið og að sögn fór urriðinn hamförum í þessu ferskmeti sem ekki náði sér upp úr vatnsborðinu. Í tilraun til að […]
Mismunandi útgáfur og gerðir flugulína hefur oft borið á góma á FOS.IS þannig að lesendum verður gefið frí frá þeim hluta þroskaferils hennar að þessu sinni. Þess í stað langar mig að endurvinna og stytta texta sem ég setti saman fyrir annan vettvang og birta hér. Viðfangsefnið er forsaga nútíma flugulínunnar, úr hverju spratt hún […]
Ég heyrði það út undan mér að Veðurstofa Íslands telur september til sumarmánaða og ég sé ekkert sem réttlætir það að hirða einhverja bandbreidd af internetinu til að fá þetta staðfest. Ástæðan er afar einföld, ég er hjartanlega sammála VÍ. Sá september sem kvaddi okkur í ár var reyndar með afbrigðum mildur, víðast hvar, framan […]
Crane Fly Larva Hér er á ferðinni sérlega einföld fluga sem líkir eftir lirfu Tipulidae, öðru nafni hrossaflugu sem er væntanlega stærst mýflugna á Íslandi. Að mínu viti er það frekar óalgengt að íslenskir veiðimenn eltist við eftirlíkingar lirfunnar, fleiri hafa reynt sig við fullvaxta hrossaflugu. Ef hinir sömu veiðimenn væru urriðar, og valið stæði […]
Rétt fyrir 1990 höfðu Tékkar svo fínússað Pólsku rótina að Euro Nymphing að það var réttlætanlegt að þeir nefndu aðferðina Czech nymphing. Raunar hafði þeim orðið vel ágengt árið 1985 með frumútgáfu sína þegar þeir hrepptu annað sætið í meistarakeppninni í Póllandi, fast á hæla heimamanna. Ári síðar náðu Tékkar toppsætinu þegar Slavoj Svobota hlaut […]
Það er nú ekkert nýtt að eitthvað á samfélagsmiðlum verði hvati að því að ég setji eitthvað niður í grein sem ég hef verið að grúska í. Að þessu sinni voru það hugleiðingar veiðimanns um það hvort hann ætti að kaupa sér Tenkara stöng eða ekki. Að vísu þekki ég veiðimann sem á Tenkara stöng, […]