Vorflugur eru skordýr sem taka fullkominni myndbreytingu; egg > lirfa > púpa > fluga. Rétt eins og mörg önnur skordýr nýtir vorflugan sér loftbólur til að lyfta sér upp af botninum eftir að hún hefur breyst úr lirfu í púpu. Þegar loftbólurnar eru orðnar nægar, lyftist púpan upp af botninum og sundfálmararnir taka til við…
Það er mjög misjafnt hve löngum tíma skordýr verja sem lirfur við botninn. Að öllu jöfnu eyðir stærsta rykmýstegundin á Íslandi, stundum kölluð stóra toppflugan 1 – 2 árum á botninum og gengur í gegnum fjögur lirfustig á þeim tíma. Púpustig flugunnar er töluvert skemmra, aðeins talið í sólarhringum og síðasta lífsskeið hennar sem fluga,…
Duck Fly Eftir því sem ég best veit þá er duck fly ekki til sem eitthvert ákveðið skordýr, en í daglegu tali hafa t.d. Írar notað þetta heiti yfir bitmý sem klekst snemmsumars. Það fór ekkert á milli mála við þetta fyrsta klak vorsins að endur fóru og fara enn, hamförum í átveislunni og þannig…
Í raun má segja að lífsferill sjóbirtings og sjóbleikju sé ekkert mjög frábrugðinn, ef undan er skilin valkvæð hegðun bleikjunnar að taka upp sjógönguhegðun eða ekki. Urriði af sjóbirtingsstofni virðist alltaf hafa þá hvöt / þörf að ganga til sjávar. Hér að neðan gefur að líta lífsferil urriða sem elst upp í ferskvatni en gengur til…
Urriða- og laxaseiði eru oft samkeppnisaðilar um æti í vistkerfum sem þessar tvær tegundir laxfiska deila. Skyndileg fjölgun af annarri tegundinni getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir afkomu hinnar tegundarinnar. Hér að neðan gefur að líta lífsferil urriða sem elst upp í lokuðu vistkerfi, stöðuvatni, og tekur ekki upp sjógönguhegðun. Algengast er að urriði hrygni í ám…
Lífsferill bleikju og urriða getur verið öllu flóknari heldur en laxa. Rannsóknir hafa sýnt að erfðafræðilegir þættir virðast ekki ráða því hvort afkvæmi bleikju verði staðbundin eða ganga í sjó. Jafnframt hafa rannsóknir sýnt fram á að bleikja getur verið staðbundinn langt fram eftir aldri, en þegar ákveðinni stærð er náð, þá tekur hún upp…