Þessi hnútur er mjög sterkur til að útbúa fasta lykkju fyrir flugu (5) þannig að flugan leiki laus á tauminum. Þessi hnútur náði 83% í styrkleika í prófun Field & Stream á nokkrum þekktum hnútum.
Alfræðiorðalisti Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.Listanum er raðað upp í stafrófsröð erlendra heita en stökkva má til í listanum með því að smella á bókstafina hér að ofan eða styðja á Crtl+F og leita eftir orði eða orðasamböndum.Með því að smella á…
Dinglandi púpur, fastar lykkjur og skoppandi straumflugur eru það sem koma skal.
Það eru til margar leiðir til að tengja taum við línu. Ég hef aðeins verið að gjóa augunum á það hvernig menn hnýta lykkju á taumana sína, þ.e. þeir sem gera það á annað borð því enn eru þeir til sem hnýta tauminn beint á línuna með tilheyrandi fórnarkostnaði við taumaskipti. En aftur að taumum…
Þegar kemur að eftirlíkingum vorflugulirfunnar (Caddis) eru fáar sem standast Peacock Kolbeins Grímssonar snúninginn. Ég ætla ekkert að fara út í fæðingarsögu Peacock, það hefur verið gert oft og víða. Þess í stað langar mig aðeins að skoða fyrirmyndina, vorflugulirfuna og mismunandi birtingarmyndir hennar. Af Peacock Kolbeins hafa með tíð og tíma orðið til ótal…