Mýsla Mýsla Gylfa Kristjánssonar hefur fyrir löngu unnið sér fastan sess hjá veiðimönnum. Hún er sögð fyrsta kúpuflugan sem er hönnuð á Íslandi og sé það rétt þá er hún væntanlega kominn nokkuð til ára sinna. Í fyrstu var hún aðeins fáanleg á einkrækju fyrir silunginn en hefur síðan stækkað og er nú fáanleg á…
Humungus Þessi fluga var upprunalega hnýtt fyrir urriðaveiði í Loch Leven í Skotlandi, en barst fljótlega eins og eldur í sinu til annarra landa, þar á meðal Íslands og hefur gert góða veiði. Hér heima hefur þessi fluga gengið undir ýmsum nöfnum, en mér vitandi aldrei sínu upprunalega. Það er vissulega ekki margt sem skilur…
Hise’s Carp Nasty Enn heldur leit mín að flugum sem hnýttar eru úr föðrum Hringfasana áfram. Þessi árlega leit mín leiddi mig á slóðir Dave Hise að þess sinni, en fyrri leit mín hefur m.a. leitt mig á slóðir Mrs. Simpson. Þó þessi fluga beri nafn sem vísar á vatnakarfa, þá fullyrðir Dave að hann hafi…
Gullbrá Ef einhver er að leita að auðhnýttri, gjöfulli flugu í hvað fisk sem er, þá er þetta flugan. Gullbrá hefur glapið bleikjur í hrönnum, urriða í öðru eins magni og laxar hafa líka litið við henni og verið landað. Það eru einhver ár síðan ég setti þessa flugu fyrst í boxið mitt og þar…
Cat’s Wisker Veiðihár kattarins hefur verið í hópi vinsælustu vatnaveiðiflugna Bretlandseyja frá því hún kom fram árið 1985. Upphaflega notaði höfundur hennar, David Train, veiðihár af heimiliskettinum til að stífa marabou vænginn þannig að hann vefðist ekki um legginn. Grínverjar hafa síðan komið með þá sögu að nær allir kettir á Bretlandi hafi verið orðnir…
Það er kunnara en frá því þurfi að segja að veiðimenn eru (flestir) græjufíklar. Reglan um æskilegan fjölda af hinu eða þessu er núverandi fjöldi + 1 og virðist eiga alveg glettilega vel við flesta. Nýjar græjur eru auðvitað betri, nákvæmari, öflugri og allt það sem veiðimenn telja upp sem réttlætir kaup á einhverju nýju.…