Sweep FOS.IS hefur gert þetta áður og gerir nú aftur, sumar laxaflugur eru einfaldlega til þess fallnar að hnýta fyrir urriða og sumar meira að segja fyrir bleikju. Þetta er gömul og góð laxafluga, ættuð frá Bretlandseyjum, það eitt er víst, en trúlega frá Skotlandi. Ekki ber alveg öllum heimildum saman um það hvort hún […]
American Express Ætterni þessarar flugu er nokkuð augljóst og ættmóður hennar er að finna hérna á síðunni. Þó höfundur flugunnar eða þessa afbrigðis hafi ekki nefnt þær saman á nafn, þá er nokkuð augljós tenging. Höfundur flugunnar, Alun Rees er enginn nýgræðingur í stangveiði og hefur um árabil veitt sjóbirting við strendur Suður Wales og […]
Alexandra Það hefur lengi staðið til að setja þessa flugu á síðuna, en það hefur strandað á því að finna upprunalegu uppskriftina og því hefur þetta dregist úr hófi. Margt og mikið hefur verið skrifað um þessa flugu í gegnum tíðina, sumt orðum aukið, annað beinlínis rangt með farið og ýmislegt hefur orðið tilefni orðahnippinga […]
Viva Sumar flugur verða einfaldlega klassískar um leið og þær koma fram á sjónarsviðið. Það er óhætt að segja að Viva sé ein þeirra flugna því frá því hún kom fram á sjónarsviðið, einhvern tíma á áttunda áratug síðustu aldar, þá hefur hún verið einstaklega vinsæl á Bretlandseyjum, hér á Íslandi og vitaskuld víðar. Þegar […]
Watson’s Fancy Afburðar fluga í bleikju og sjóbleikju, skosk að uppruna og mikið eftirlæti Donald Watson sem hnýtti hana fyrstur manna. Hnýtt sem straumfluga, púpa og jafnvel þurrfluga nú á tímum. Þær eru ekki margar flugurnar sem hafa eignast svona mörg afkvæmi af breytilegum gerðum eins og Watson’s Fancy og menn nú á tímum veigra sér […]
Soldier Palmer Í öllum þeim bókum og greinum sem ég hef viðað að mér, þá finn ég ekki einn einasta staf um það hver sé höfundur þessarar flugu. Flugan er gömul, mjög gömul því hennar er getið, með einum eða öðrum hætti í bók Izaak Walton, The Complet Angler frá árinu 1653, þá undir nafninu Red Palmer. […]