Það hefur ósjaldan komið fyrir að ég er helst til sparsamur á marabou fjaðrir þegar ég hnýti flugur eða ég nota ranga tegund þeirra í þær flugur sem ég er að hnýta í það og það skiptið. Marabou fjaðrir, sem vitaskuld eru ekki af marabou storkinum heldur kalkún eða hænu, eru sérlega líflegt og púffí…
Sumarið er alveg að detta inn, maður velur sér bara staðsetningu, stillir sig inn á veðrið og lætur slag standa. Með þetta að leiðarljósi héldum við veiðifélagarnir út úr bænum fyrir hádegið á föstudaginn, tókum stefnuna vestur í Hnappadal. Það hafa fáar fréttir borist úr Hlíðarvatninu það sem af er sumars og því fátt annað…
Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.
Nú er undirbúningur Kastað til bata 2014 kominn á fullt. Þetta árið verður farið í Reykjadalsá í Suður-Þingeyjarsýslu dagana 14. til 16.júní. Áin og umhverfi hennar er einstaklega fallegt og vinsælt hjá silungs- og laxveiðimönnum. Nánar má lesa um hana og skoða myndir frá staðnum á vef veida.is hér. Eins og verið hefur er ferðin…
Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá hafa tímaviltar greinar um hnýtingarefni verið að skjóta upp kollinum á síðustu vikum. Þessar greinar eru eftirreitur nokkurra greina um fjaðrir og hnýtingarefni sem hafa verið að færast aðeins til í birtingarröð, sumar heldur lengra inn í sumarið heldur en ég hefði viljað. Ástæða þessa er afskaplega…
Ég lét það alveg eiga sig seinni part vetrar að upplýsa um þurrfluguhnýtingar vetrarins. Kannski var ég ekkert of ánægður með útkomuna, baksaði lengi við ýmsar fjaðrir með mismunandi árangri, oftast lélegum. En, svo barst blogginu bréf frá Eiði Kristjánssyni sem færði mér kærkomin útgangspunkt til að tjá mig um þurrflugu(til)raunir mínar í vetur. Sæll…