Ég var svolítinn tíma að sætta mig við það að fæstar þurrflugurnar mínar flutu einar og óstuddar. Til að byrja með voru þær flestar ekkert nema hástæðar votflugur sem ég gat í skásta falli veitt fjögur til fimm köst áður en þær beinlínis sóttu á botninn. Með tíð og tíma náði ég að fækka vöfunum…
Það þarf víst ekki að fara mörgum orðum um það að flugur eru misjafnar. Fíngerðar, grófar, stórar og litlar, svo ekki sé nú farið út í það til hvaða veiða þær eru ætlaðar. Sumar flugur eru eyrnamerktar löxum, aðrar urriða, enn aðrar bleikju og þar fram eftir götunum. Nei, ég ætla ekkert að efast um…
Alfræðiorðalisti Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.Listanum er raðað upp í stafrófsröð erlendra heita en stökkva má til í listanum með því að smella á bókstafina hér að ofan eða styðja á Crtl+F og leita eftir orði eða orðasamböndum.Með því að smella á…
Það rifjaðist upp fyrir mér í sumar þegar ég fékk skilaboð frá samlokufélögum sem ég á í veiðinni að ég ætlaði alltaf að hnýta svona skautaflugur. Fyrir þá sem ekki þekkja samlokufélaga, þá eru það félagar sem eiga sameiginlegt áhugamál í matargerð sem fær útrás í veiði- og gúrmeferðum sem slá næstum allt út, næstum.…
Endalaus leit mín að þurrflugu sem lifir groddaleg köstin mín af stendur yfir þennan vetur, rétt eins og alla undanfarna vetur. Á tímabili þóttist ég himinn höndum tekið þegar ég hnýtti nokkrar Ethel úr hjartarhárum hér um árið, sú fluga flaut og flaut þrátt fyrir mögulega of sveran taum hjá mér og einhverja fiska færði…