Meira um léttar flugur! Já, ég er svolítið með þetta á heilanum þessi misserin og ekki skánar ástandið þegar kunningi æsir mann upp í að skrifa um léttar flugur í straumvatni. Það sem hann hafði í huga voru ekki léttar straumflugur, hvað þá votflugur því hann hefur enga trú á svoleiðis furðuskepnum eins og hann…
Royal Wulff Auðvitað vekja svona flugur athygli, þær eru jú kallaðar á erlenda tungu ‘Attractors’ sem ég hef laumast til að kalla glepjur. En þessi fluga vekur reglulega athygli fyrir annað og meira; Hversu stutt getur verið á milli frumgerðar og þess að menn gefi meintri eftirlíkingu nýtt heiti? Það er ekkert laununga mál að…
Litla Rauð Þær verða stundum til án þess að eiga sér ákveðna fyrirmynd, líkjast samt eflaust einhverri sem einhver annar hefur sett saman og hreint og beint óþarfi að eigna sér hana. Í aðdraganda Febrúarflugna 2022 var ég að fikta eitthvað með hár af ýmsum gerðum. Kveikjan að þessu fikti mínu voru s.k. Goby- eða…
Bloody Butcher Sjóbleikjan hefur oftar en ekki frekar látið glepjast af þessari flugu frekar en venjulega slátraranum. Höfundur: ókunnurÖngull: Hefðbundin 10 – 16Þráður: Svartur 6/0Stél: Fanir úr rauðri andar- eða gæsafjöðurVöf: Ávalt silfurBúkur: Flatt silfur tinselSkegg: Rauð hanafjöðurVængur: Fanir úr blárri vængfjöður úr stokköndHaus: Svartur Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur Votfluga 6,8,10 Votfluga 8,10,12
Í þröngum hópi veiðinörda er stundum talað um fimm þroskastig veiðimanna, stundum með glotti á vör og jafnvel einhver nafngreindur og flissað. Best er að setja þann fyrirvara strax að ég þekki nokkra einstaklinga, ekkert endilega veiðimenn, sem hafa sáralítið þroskast frá því þeir voru á gelgjunni og því er alveg eins von á að…
Það er svo langt því frá að ég geti eignað mér þennan frasa, þ.e. að ákveðinn fiskur sem alin er upp við litlar pöddur og hornsíli, æsist allur upp við jólatré á taumi. Raunar heyrði ég þetta fyrst notað um eina ákveðna flugu ættaða úr Veiðivötnum en með tíð og tíma hefur hann náð yfir…