Ein fluga, ein tegund flugna, allar flugur með mjúkum fönum, eða hvað? Allt góðar og gegnar spurningar sem ég veit fyrir víst að í það minnsta einn annar hefur velt fyrir sér, kannski fleiri. Byrjum á byrjuninni og minnumst á Lilju soft hackle flugnanna sem allir vildu kveðið hafa, fyrstir. Trúlega er Partridge and Orange…
Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.
Veiðiflugur á Langholtsvegi styrkja Febrúarflugur myndarlega að þessu sinni með því að leggja til gjafabréf fyrir einn heppinn hnýtara og Stonfo Transformer hnýtingaþvingu fyrir annan. Vöruúrval Veiðiflugna byggir á traustum grunni þar sem er í fararbroddi eru vörur frá Griffin, Kamasan, Loon, Mustad, Partridge, Semperfli og Stonfo. Á heimasíðu Veiðiflugna má finna umfjöllum um þeirra…
Af fyrri ummælum mínum hér á síðunni mætti ráða að ég sé alltaf hreint á vefnum. Þetta má örugglega til einhvers sannsvegar færa og í haust sem leið var ég svolítið á vefnum að leita að ákveðnum krókum til fluguhnýtinga. Væntanlega hafa lesendur líka rekist á þann aragrúa af krókum sem eru framleiddir nú til…
Rétt eins og fleiri veiðimenn er ég farinn að leiða hugann að hnýtingum í vetur. Þessa dagana kemur það reyndar sífellt oftar fyrir að ég setjist niður við hnýtingarþvinguna og setji í eins og eina eða tvær flugur, ekkert endilega til að eiga, oftar til þess að prófa einhverja aðferð eða þá heila flugu sem…