Veiðivötn – Smellið á kort fyrir fulla upplausn

Veiðivötn hafa um árabil verið eitt vinsælasta veiðisvæði landsins, svo vinsælt að setið hefur verið um veiðileyfi þar og þau nánast gengið í erfðir. Svo virðist sem töluverðar breytingar hafi orðið á vötnunum hin síðari ár, afli bleikju hefur aukist verulega á meðan dregið hefur úr urriðaveiði. Menn greinir á um ástæður þessa, sumir telja að bleikjan hafi alltaf verið til staðar en lítið sótt í hana. Aðrir telja að bleikjan hafi í auknu mæli sótt í vötnin og sé smátt og smátt að ryðja urriðanum úr vegi. Enn aðrir benda á alþekktar sveiflur í aflatölum urriða og hafa sumir nefnt 7 ára sveiflur sem hafa áður komið upp og ekkert sé eðlilegra heldur en leita í bleikju þegar urriðinn er í lægð.

HÚSAKOSTUR


Húsakostur í Veiðivötnum – Smellið á kort fyrir fulla upplausn

Í veiðivötnum hefur Veiðifélag Landmannaafréttar annast uppbyggingu svæðisins, vörslu og sölu veiðileyfa. Veiðiverðir og aðrir starfsmenn hafa aðsetur í Varðbergi og þar sækja veiðimenn sínar skýrslur og lykla að skálum sem eru leigðir út á svæðinu.

VÖTNIN


TENGLAR


Veðurstöð
Myndavél
Veiðivötn

MYNDIR


ÖNNUR VÖTN