Veiðivötn á Landmannaafrétti

Veiðivötn hafa um árabil verið eitt vinsælasta veiðisvæði landsins. Svo vinsælt að setið hefur verið um veiðileyfi þar og þau nánast gengið í erfðir. Svo virðist sem töluverðar breytingar hafi orðið á vötnunum hin síðari ár, afli bleikju hefur aukist verulega á meðan dregið hefur úr urriðaveiði í þeim vötnum sem bleikjan hefur komið sér fyrir í.

Hvað sem vangaveltum líður um framtíð urriða í nábýli við bleikju, þá halda Veiðivötn sæti sínu sem eitt vinsælasta veiðisvæði landsins.

Húsakostur í Veiðivötnum

Veiðifélag Landmannaafréttar hefur á undanförnum áratugum byggt upp einhverja flottustu aðstöðu sem finnst á Íslandi fyrir unnendur svæðisins. Veiðiverðir og aðrir starfsmenn hafa aðsetur í Varðbergi og þar sækja veiðimenn sínar skýrslur og lykla að skálum sem eru leigðir út á svæðinu.

Á svæðinu er einnig ágætt tjaldsvæði fyrir þá sem vilja gista undir eigin þaki eða segldúk.

Vötnin á svæðinu

Kort af hverju vatni fyrir sig ásamt álitlegum veiðistöðum og þeim flugum sem gefið hafa í hverju vatni má finna með því að velja vatn hér að ofan.

Tenglar

Myndband

Vötnin

Vesturland
Norðvesturland
Norðausturland
Austurland
Suðurland
Hálendið

Create a website or blog at WordPress.com