
Kvíslarvatnsgígur
Inn af Kvíslarvatni er Kvíslarvatnsgígur. Gígurinn er ekki mikill um sig þar sem hann liggur í hvilft sem opin er til norðurs inn úr Tjaldhól. Akfært er að vatninu og þekktir veiðistaðir nokkrir.
Veiði í vatninu er nokkuð upp og ofan, sveiflast á milli ára frá 50 fiskum og upp í 150, flestir á bilinu 1,5 til 2 pund en persónulega þekkti ég veiðimann sem gerði oft betri veiði þar en meðalþyngd ára segir til um. Sumir eru einfaldlega lunknari en aðrir að ná þeim stóru.