
Humungus
Þessi fluga var upprunalega hnýtt fyrir urriðaveiði í Loch Leven í Skotlandi, en barst fljótlega eins og eldur í sinu til annarra landa, þar á meðal Íslands og hefur gert góða veiði. Hér heima hefur þessi fluga gengið undir ýmsum nöfnum, en mér vitandi aldrei sínu upprunalega.
Það er vissulega ekki margt sem skilur þessa flugu frá frænda sínum frá Ameríku, Dog Nobbler, en eitthvað samt og virðist hafa dugað til að hún fékk að halda sínu eigin nafni sem höfundur hennar, David (Dave) Downie f.1970 gaf henni.
Þegar maður rekst á svona flugu, þá veltir maður enn og aftur fyrir sér, hvað er það sem þarf til að gera gamla flugu nýja, gera hana að sinni og skýra hana upp á nýtt.
Krókur: Stuttur votflugu eða púpuöngull #8
Augu: Par úr vaskakeðju u.þ.b. 4mm þvermál
Þráður: Svartur 6/0
Skott: silfur eða gull flash undir svörtu marabou
Búkur: Gull eða silfur 6mm tinsel chenille / ísl.afbrigði hefur verið hnýtt með kopar tinsel fyrir Veiðivötn
Vöf: Grissly Cock hackle, læst niður með gull eða silfur vír
Hér að neðan má sjá höfund flugunnar, Dave Downie hnýta fluguna með smá innslagi um sögu hennar:
Eitthvað örlítið önnur útgáfa með viðbótar heitinu Woolly Bugger frá Davie McPhail: