Smellið á kortið fyrir fulla upplausn

Ónýtavatn liggur norðan Ónýtafells, litlu vestan við Skálafell. Til vatnsins renna Kvíslar frá Grænavatni og er því samgangur á milli vatnanna. Aldrei hef ég þó heyrt af því að menn hafi veitt Kvíslarnar, en eitthvert ráp er þó á fiski þar ef eitthvað er að marka sögusagnir.

Ónýtavatn er rúmlega 1km2 að flatarmáli og mjög djúpt á köflum, allt að 23m, meðaldýpt vatnsins er 8m. Í vatninu er eingöngu urriði og helstu veiðistaðir eru norðan til í vatninu en það ætti að vera vel þess virði að tölta inn með vatninu að sunnan því þar er skammt í mesta dýpi þess frá landi.

fos_div

Yfirlit
Dýptarkort
Dýptarkort
Veður
Veðurstöð
Veðurstöð
Myndavél
Myndavél
Veðurspá
Veiði
Veiði
Veiðivötn
Veiðivötn
Bæklingur

fos_div

Nobbler – orange
Nobbler – svartur
Humumgus
Nobbler – grænn
Nobbler – hvítur
Alda
Nobbler – gyltur
Nobbler – kopar
Nobbler – brúnn
Damsel