Ónýtavatn

Ónýtavatn liggur norðan Ónýtafells, litlu vestan við Skálafell. Til vatnsins renna Kvíslar frá Grænavatni og er því samgangur á milli vatnanna. Aldrei hef ég þó heyrt af því að menn hafi veitt Kvíslarnar, en eitthvert ráp er þó á fiski þar ef eitthvað er að marka sögusagnir.

Ónýtavatn er rúmlega 1km2 að flatarmáli og mjög djúpt á köflum, allt að 23m, meðaldýpt vatnsins er 8m. Í vatninu er eingöngu urriði og helstu veiðistaðir eru norðan til í vatninu en það ætti að vera vel þess virði að tölta inn með vatninu að sunnan því þar er skammt í mesta dýpi þess frá landi.

Tenglar

Flugur

Humungus
Fromage (silfraður)
Gullbrá
Brúnn og kopar
Gullið
Silfruð og orange
Nobbler (olive)
Nobbler (rauður)
Nobbler (orange)
Nobbler (svartur)
Black Ghost
Alda

Myndir

Vötnin

Vesturland
Norðvesturland
Norðausturland
Austurland
Suðurland
Hálendið

Create a website or blog at WordPress.com