Smellið á kortið fyrir fulla upplausn

Breiðavatn skiptist í raun í tvö vötn, fremra vatnið liggur að Breiðaveri og þar er algengt dýpi rétt um 5 metrar en nær raunar allt að 15 metrum. Innra vatnið sem tengist því fremra um mjóa og grunna rennu er töluvert grynnra og liggur næst Litla Breiðavatni. Almennt stunda menn aðeins veiði í fremra vatninu og þar er bæði urriði og bleikja, ágætur fiskur og oft vænn.

Breiðaver norðan vatnsins er stærsta votlendi á Veiðivatnasvæðinu og þar er oft mikið og fjörugt fuglalíf.

TENGLAR


Dýptarkort

Veðurstöð

Myndavél

Veiðivötn

FLUGUR


Nobbler – orange
Nobbler – svartur
Humumgus
Nobbler – grænn
Nobbler – hvítur
Black Zulu
Nobbler – bleikur
Black Ghost
Higa’s SOS
Pheasant Tail
Peacock
Watson’s Fancy
Damsel
Nobbler UV grænn
Flæðarmús

MYNDIR


ÖNNUR VÖTN