Higa’s SOS

Stundum fellur maður alveg flatur fyrir flugum sem dúkka upp á netinu. Þannig er því farið með mig og þessa flugu Spencer Higa.

Í hnýtingarleiðbeiningum og umfjöllun á netinu er mælt með þessari flugu í stærðum 16-20 en ég hef prófað að hnýta hana alveg upp í #10 og þannig kemur hún líka virkilega vel út.

Hvað það er sem kveikir í manni gagnvart þessari flugu veit ég ekki, kannski bara hvað hún ber mikinn keim af Mýslu Gylfa Kristjánssonar nema að þessi er svolítið flugulegri heldur en Mýsla.

Frá því þessi fluga kom fyrst fram hafa margir spreytt sig á litavali í hana, sjálfur hef ég snúið henni við þannig að rautt verður svart, svart verður rautt og silfrað verður gyllt. Þannig veiðir hún ekkert síður.

Höfundur: Spencer Higa
Öngull: Grupper 10 – 20
Þráður: Svartur 6/0
Skott: Svört fasanafjöður / önd
Vöf: Silfurvír
Bak: Rautt floss
Kragi: Svart dub (t.d. Hareline Ice Dub)
Haus: Silfurkúla

Þess ber að geta að sumir hnýtarar hafa laumað á fluguna vængstubb úr hvítri- og svart dröfnóttri fjöður og fest hann fyrir framan kraga. Þannig klædd ber hún heldur betur keim af mörgum öðrum flugum sem líkja eftir mýflugu á leið upp að eða við yfirborð vatnsins.

BleikjaSjóbleikjaUrriðiSjóbirtingur
10 – 2012-1410 – 2010

Í myndbandinu hér að neðan setur Eiður Kristjánsson og flotta útgáfu af þessari flugu:

Hér að neðan er nokkuð eldra myndband þar sem Grant Bench hnýtir sína útgáfu:

Create a website or blog at WordPress.com