Smellið á kort fyrir fulla upplausn

Stóra Fossvatn hefur, ásamt Litla Fossvatni, skapað sér þá sérstöðu að þar fyrirfinnst eini náttúrulegi og hreinasti stofn ísaldarurriða í Veiðivötnum. Vatnið er 0,85km2 að flatarmáli, einstaklega frjósamt vatn þrátt fyrir að vera kalt. Vaxtarhraði urriðans sem þar hrygnir er með ólíkindum hraður enda veiðast þar árlega mjög vænir fiskar þó ekki séu þeir allir gamlir.

Oft hefur verið gengið nokkuð nærri stofninum í vatninu. Sem dæmi um það má nefna að árin 1967 – 1970 var vatnið alfarið friðað þar sem ekki þótti útséð um að stofninn næði sér á strik eftir gengdarlausa veiði áranna á undan. Eftir 1970 var stór hluti vatnsins haldið í friðun, en veiði leyfð í ríflega helmingi þess. Gaf sú ráðstöfun mjög góðan árangur og sannaði gildi sitt á fáum árum. Nokkuð hefur verið slakað á þessari friðun í gegnum árin, en netaveiði hefur ekki verið leyfð í vatninu til þessa dags og aðeins er veitt á flugu í því, utan Síldarplansins þar sem beituveiði hefur verið leyfð að hluta eða allt sumarið.

TENGLAR


Veðurstöð
Myndavél
Veiðivötn
Dýptarkort

FLUGUR


Nobbler – svartur
Humumgus
Nobbler – grænn
Nobbler – hvítur
Alda
Gullið
Brúnn og kopar
Kopar og ljósbrúnn
Black Ghost
Damsel
Gullbrá
Silfruð og orange

MYNDIR


ÖNNUR VÖTN