Smellið á kort fyrir fulla upplausn

Nokkru suðvestan Snjóölduvatns er lítið og snoturt vatn sem nefnist Krókspollur. Í vatninu er helst að finna bleikju, en alltaf slæðast þar einhverjir urriðar einnig á land. Vatnið á samgang við Tungnaá en hin síðari ár hefur sá samgangur verið bundin við vatnavexti í ánni.

Það er ekki algengt að veiðimenn heimsæki Krókspoll því hann er nokkuð úr leið, flestum þykir nóg að aka suður að Snjóölduvatni en þeir sem heimsækja pollinn hafa oft gert ágæta veiði þar. Bleikjan er nokkuð vel haldin og algeng stærð er rétt innan við pundið og er hin ágætasti matfiskur. Sumarið 2018 sker sig nokkuð úr aflatölum því þá veiddust þar yfir 200 bleikjur og tæplega 20 urriðar.

fos_div

Yfirlit
Veður
Veðurstöð
Veðurstöð
Myndavél
Myndavél
Veðurspá
Veiði
Veiði
Veiðivötn
Veiðivötn
Bæklingur

fos_div

Black Zulu
Higa’s SOS
Pheasant Tail
Peacock
Watson’s Fancy