Snjóölduvatn

Snjóölduvatn er með stærri vötnum svæðisins, 1,62km2 að flatarmáli og í því finnast ógnardjúpir pollar, svo sem við Mosanef (22m), suðaustan við Hellisnef (20m) og skammt austan Kvíslarkjafts (20m).

Í vatninu er bæði urriði og bleikja, en urriðinn hefur látið síga í minnipokann fyrir bleikjunni sem sótti inn í vatnið úr Tungnaá. Er nú svo komið að fyrir hvern einn urriða sem veiðist, koma 10 bleikjur á land. Bleikjan í Snjóölduvatni er þó almennt vel haldin, í góðum holdum og hin ágætasti matfiskur þótt vitaskuld sé þar einnig að finna smábleikju, sem einhverra hluta vegna hefur helst ágirnst mínar flugur í gegnum árin.

Tenglar

Flugur

Black Zulu
Higa’s SOS
Gullbrá
Brúnn og kopar
Gullið
Silfruð og orange
Nobbler (olive)
Nobbler (rauður)
Nobbler (orange)
Nobbler (svartur)
Nobbler (hvítur)
Pheasant Tail
Alda
Black Ghost
Peacock
Watson’s Fancy

Vötnin

Vesturland
Norðvesturland
Norðausturland
Austurland
Suðurland
Hálendið

Create a website or blog at WordPress.com