Nýjavatn

Nýjavatn tók miklum breytingum á 8. áratug síðustu aldar þegar bleikjan úr Vatnakvísl náði þar fótfestu. Eins og svo víða annarsstaðar þar sem bleikjan helgar sér ný búsvæði, var meðalvigt hennar ágæt í fyrstu en síðan hefur hún fallið nokkuð hratt og nú er svo komið að fiskar vel undir pundinu eru þar allsráðandi í afla. Nýjavatn hefur ætíð verið á meðal aflahæstu vatna svæðisins, þar veiðast alltaf einhverjir tugir urriða ár hvert, en þúsundin liggja í bleikjunni. Vatnakvísl hefur nokkuð greiðan samgang við vatnið og á meðan svo er virðist því lítil von til að urriðinn nái þar fyrri fótfestu

Vatnið er töluvert stórt, 0,56km2 að flatarmáli og meðaldýpt þess er 6,6 metrar og fjöldi veiðistaða er merktur hringinn í kringum vatnið. Mín upplifun af vatninu er sú að því nær Vatnakvísl sem maður veiðir, því smærri fiskur hleypur á snærið, hvort þetta sé algilt eða tengist aðeins minni veiðitækni, þori ég ekki að fullyrða.

Tenglar

Flugur

Nobbler (svartur)
Black Zulu
Nobbler (bleikur)
Higa’s SOS
Pheasant Tail
Peacock
Watson’s Fancy

Vötnin

Vesturland
Norðvesturland
Norðausturland
Austurland
Suðurland
Hálendið

Create a website or blog at WordPress.com