Litlisjór

Litlisjór er stærsta vatnið sem telst til Veiðivatna, mælt 9,2km2 árið 1959. Vísast stækkar flatarmál vatnsins nokkuð þegar grunnvatnsstaða er í hámarki, en tæplega þó svo að miklu muni. Mesta dýpt vatnsins hefur verið mæld 16,5m skammt vestan Uggans í Austurbotnum.

Litlisjór var fisklaus fram á 7. áratug síðustu aldar, en þá var sleppt í hann urriðaseiðum. Nýliðun urriða í vatninu er fátíð því hrygningarskilyrði eru léleg og því þarf að sleppa tugum þúsunda í vatnið, ár hvert til að viðhalda þeim titli sem vatnið hefur unnið sér sem fengsælasta vatn svæðisins.

Fjöldi þekktra veiðistaða er við vatnið og má þar nefna Norsaravík, Fyrstuvík, Hraunið, Hermannsvík, Litlutá, Lönguströnd og Austurbotna, en þessum stöðum til viðbótar hafa veiðst fiskar í nánast öllum víkum og á öllum töngum sem við vatnið finnast.

Tenglar

Flugur

Humungus
Fromage (silfraður)
Gullbrá
Brúnn og kopar
Gullið
Silfruð og orange
Nobbler (olive)
Nobbler (rauður)
Nobbler (orange)
Nobbler (svartur)
Nobbler (hvítur)
Litla Rauð
Alda
Black Ghost
Black and Orange Marabou
Damsel (græn)

Myndir

Myndbönd

Vötnin

Vesturland
Norðvesturland
Norðausturland
Austurland
Suðurland
Hálendið

Create a website or blog at WordPress.com