Damsel

Þær eru nánast óendalega margar flugurnar sem líkjast Woolly Bugger eða einhverri allt annarri flugu sem heitir eitthvað allt annað. Ein þessara flugna er Damsel straumflugan.

Erfitt er að segja nákvæmlega til um hvenær þessi fluga kom fram á sjónarsviðið og þess þá heldur erfitt að segja hver sé höfundur hennar. Flugunni svipar vissulega til nokkurra annarra marabou flugna, t.d. Woolly Bugger. Efnisvalið og bygging flugunnar getur nánast verið sú sama, en helsti munurinn er sá að hún er yfirleitt hnýtt á minni króka þannig oft svipar henni meira til gyðlu (e: nymph) heldur en straumflugu. Þessi munur á e.t.v. ættir að rekja til þess að flugan, að því ég best kemst næst, fékk uppfærslu úr flugu sem hnýtt var skv. hefðbundum lögmálum púpu og gyðlu, yfir í það að vera smávaxið afbrigði straumflugu. Í dag má finna þessa flugu til sölu í öllum mögulegum litum og litasamsetningum, en hún var upphaflega aðeins hnýtt í litum sem má finna á Damsel flugum og nymphum, helst ólívu grænum eða fölbrúnum.

Höfundur: ókunnur
Öngull: Hefðbundin 10
Þráður: Ólívugrænn 8/0
Skott: Marabou og flash þræðir í stíl
Búkur: Ólívugrænt chenille
Haus: Gylt kúla eða keila
Vöf: Hnakkafjöður, tinsel og vír í stíl við kúlu

BleikjaSjóbleikjaUrriðiSjóbirtingur
10,12,1410,12,14

Hér að neðan má sjá meistara Davie McPail fara höndum um Damsel. Það vekur vissulega athygli að hann hefur kosið að tilgreina Woolly Bugger sem undirheiti flugunnar.

Create a website or blog at WordPress.com