Smellið á kort fyrir fulla upplausn

Tröllslegar sagnir veiðimanna af stærð fiska í Grænavatni freista margra, en þar með er ekki sagt að margir fiskar komi upp úr vatninu ár hvert. Grænavatn hefur þó á stundum gefið ótrúlega marga fiska, þá sér í lagi nokkrum árum eftir stórar sleppingar í vatnið. Síðari ár hefur veiði þó verið rétt innan við 200 fiskar, en stærð þeirra þeim mun veglegri, allt upp í 16 pund.

Vatnið liggur rétt austan við Litlasjó og er töluvert stórt eða sem næst 3,3km2. Aðgengi að því er mjög gott og víða hægt að keyra fram á bakka þess og að flestum veiðistöðum. Einhver gangur að öðrum veiðistöðum getur þó borgað sig því ekki er sjálfgefið að fiskurinn haldi sig þar sem ökutækjum er heimilaður akstur.

TENGLAR


Dýptarkort

Veðurstöð

Myndavél

Veiðivötn

FLUGUR


Nobbler – orange
Nobbler – svartur
Humumgus
Nobbler – grænn
Nobbler – hvítur
Dentist
Alda
Gullið
Brúnn og kopar
Gyltur og svartur
Black Ghost
Damsel

MYNDIR


ÖNNUR VÖTN