
Kvíslarvatn
Kvíslarvatn lætur ekki mikið yfir sér og fæstir gera sér endilega grein fyrir að um eiginlegt vatn sé að ræða þar sem það tekur við affalli Eskivatns og ber það niður til Vatnakvíslar um Kvíslarvatnskvísl. Vatnið er einungis skráð sem 0,03km2 og er þá væntanlega aðeins mæld breiðan neðan Eskivatns þar sem helstu veiðistaðirnir eru.
Sem vonlegt er, miðað við náið samband vatnsins við Vatnakvísl, þá veiðist nánast eingöngu bleikja í vatninu og svo lengi sem ég man hefur sá fiskur verið heldur smár. Það var því ánægjulegt að heyra af stærri bleikju og betur haldinni sem veiddist þar sumarið 2018 og þær hafa farið stækkandi þar síðustu ár.