
Arnarpollur
Arnarpollur liggur rétt norðan Snjóölduvatns, fallegt gígvatn sem á fátt sameiginlegt með nágranna sínum í suðri. Í Arnarpolli er aðeins urriði sem oft á tíðum verður mjög stór og getur gert óundirbúnum veiðimönnum gramt í geði. Innan þess hóps sem ég fæ að fljóta með í Veiðivötn hafa orðið til sagnir af risavöxnum urriða sem virðist ágirnast veiðafæri af mikilli festu, bæði flugur og spúna. Sá tekur með miklum þunga, slítur af og lætur sig hverfa með skrautið í kjaftinum án þess að þakka sérstaklega fyrir.
Eitt er víst að vatnið er fallegt og veiðistaðir margir þar sem egna má fyrir urriða og þar hef ég sjálfur fengið nokkra af fallegri fiskum sem ég hef veitt í Veiðivötnum.
Tenglar
Flugur
Myndir
