Smellið á kort fyrir fulla upplausn

Skyggnisvatn er vestast þeirra vatna sem tilheyra Veiðivötnum. Vatnið er gengt Ampapolli og Arnarpolli í austri en handan Vatnakvíslar. Tungnaá á greiðan samgang inn í vatnið og í vatnavöxtum litar áin vatnið nokkuð. Vatnið er umkringt fjöllum og ásum á þrjá vegu og þar er því sérstaklega skjólsælt. Umhverfi vatnsins hefur verið lýst sem þúsund gráum skuggum þar sem sandur og möl spila stærstu rullurnar. Mikilfenglegt umhverfi og það að ekki eru margir á ferli á þessum slóðum, verður til þess að maður getur verið einn með sínum hugsunum á meðan veitt er eða gónt á umhverfið.

Ólíkt mörgum öðrum vötnum sem samgang eiga við Tungnaá, þá hefst bleikjan í vatninu nokkuð vel við. Hún er kannski ekki sú stærsta á svæðinu, en feit og einstaklega vel haldin, hinn besti matfiskur og það er nóg af henni. Framleiðni vatnsins er greinilega yfirdrifið næg til að ala önn fyrir allri þessari bleikju og stöku urriða sem slæðist þangað inn úr Tungnaá.

Veiði í Skyggnisvatni hefur verið nokkuð jöfn á liðnum árum, rétt um 800 fiskar en ekki er óalgengt að þar komi reglulegir toppar 1400 – 1500 fiskar. Ræður þar trúlega mestu orðspor vatnsins og áhugasvið þeirra veiðimanna sem heimsækja Veiðivötn ár hvert.

TENGLAR


Veðurstöð
Myndavél
Veiðivötn
Dýptarkort

FLUGUR


Black Zulu
Nobbler – bleikur
Higa’s SOS
Pheasant Tail
Peacock
Watson’s Fancy

MYNDIR




ÖNNUR VÖTN