Ónefndavatn

Ónefndavatn er skammt sunnan Breiðavatns og austan Nýjavatns. Vatnið liggur í sandorpinni dæld á milli alda og lætur frekar lítið yfir sér. Við norðaustur enda vatnsins er þó nokkuð gróinn skiki sem angi vatnsins teygir sig inn á og er þar oft töluvert fuglalíf. Vatnið mælist 0,22km2 og mesta dýpi þess er 19m en víða er aðgrunnt í því þannig að veiðimenn þurfa oft á tíðum að vaða nokkuð til að ná til fiskjar. Það er þó ekki algilt því urriðinn leitar nokkuð reglulega upp á grynningarnar í leit að hornsíli sem töluvert er af í vatninu ásamt skötuormi í því austanverðu.

Helstu veiðistaðir sem merktir eru við vatnið eru þar sem aðkoma er að því, en þar með er ekki sagt að ekki veiðist víðar. Framleiðni í vatninu er nokkuð góð og urriðinn þar verður oft á tíðum stór og vel bústinn um sig miðjan. Haft er eftir veiðimönnum að þarna fáist fiskar sem séu í laginu eins og slökkvitæki, sel ég það ekki dýrar en ég keypti það, en eitt er víst, ég hef séð mjög stóra fiska stökkva og velta sér á vatninu miðju, einmitt mátulega utan kastfæris.

Tenglar

Flugur

Humungus
Fromage (silfraður)
Gullbrá
Brúnn og kopar
Gullið
Silfruð og orange
Litla Rauð
Nobbler (rauður)
Nobbler (orange)
Black Ghost

Myndir

Vötnin

Vesturland
Norðvesturland
Norðausturland
Austurland
Suðurland
Hálendið

Create a website or blog at WordPress.com