Smellið á kortið fyrir fulla upplausn

Ónefndavatn er skammt sunnan Breiðavatns og austan Nýjavatns. Vatnið liggur í sandorpinni dæld á milli alda og lætur frekar lítið yfir sér. Við norðaustur enda vatnsins er þó nokkuð gróinn skiki sem angi vatnsins teygir sig inn á og er þar oft töluvert fuglalíf. Vatnið mælist 0,22km2 og mesta dýpi þess er 19m en víða er aðgrunnt í því þannig að veiðimenn þurfa oft á tíðum að vaða nokkuð til að ná til fiskjar. Það er þó ekki algilt því urriðinn leitar nokkuð reglulega upp á grynningarnar í leit að hornsíli sem töluvert er af í vatninu ásamt skötuormi í því austanverðu.

Helstu veiðistaðir sem merktir eru við vatnið eru þar sem aðkoma er að því, en þar með er ekki sagt að ekki veiðist víðar. Framleiðni í vatninu er nokkuð góð og urriðinn þar verður oft á tíðum stór og vel bústinn um sig miðjan. Haft er eftir veiðimönnum að þarna fáist fiskar sem séu í laginu eins og slökkvitæki, sel ég það ekki dýrar en ég keypti það, en eitt er víst, ég hef séð mjög stóra fiska stökkva og velta sér á vatninu miðju, einmitt mátulega utan kastfæris.

TENGLAR


Veðurstöð
Myndavél
Veiðivötn
Dýptarkort

FLUGUR


Nobbler – orange
Nobbler – svartur
Humumgus
Nobbler – hvítur
Rauður Nobbler
Kopar og ljósbrúnt
Silfruð og orange
Higa’s SOS

MYNDIR


 

ÖNNUR VÖTN