Rauðigígur

Eitt sérkennilegast Hraunvatna er Rauðigígur sem liggur skammt sunnan Stóra Hraunvatns. Á milli Rauðagígs og Stóra Hraunvatns er Nýrað, systurvatn Rauðagígs og oft renna þessi tvö vötn saman þegar hátt stendur í vötnunum. Þannig hefur því t.d. verið háttað síðustu ár og hafa gárungar þá nefnt þau saman Rauðahafið eða Rauðanýrað. Stærð Rauðagígs er skráð rétt tæpur 1 kmen satt best að segja þá er ómögulegt að segja til um stærð þess þegar grunnvatnsstaðan sveiflast eins mikið og raun ber vitni.

Í vatninu er aðeins urriði og stofninum viðhaldið með sleppingum. Nokkur fjöldi vænna fiska veiðist þar ár hvert og þá helst á merktum veiðistöðum. Það er engu að síður vel þess virði að reyna aðra staði við vatnið og ekki úr vegi að staldra við á barmi Rauðagígs og virða fyrir sér lífsmörk í vatninu áður en veiðistaður er valinn. Oft hefur það borið við að maður hefur séð vökur og byltur fiska á allt öðrum stöðum en veiðimenn eru að stunda.

Tenglar

Flugur

Humungus
Fromage (silfraður)
Nobbler (olive)
Brúnn og kopar
Damsel (græn)
Silfruð og orange
Nobbler (orange)
Nobbler (rauður)

Vötnin

Vesturland
Norðvesturland
Norðausturland
Austurland
Suðurland
Hálendið

Create a website or blog at WordPress.com