Skálavatn

Skálavatn liggur rétt sunnan Tjaldvatns og því stutt fyrir gesti að fara frá veiðihúsunum. Vatnið er 0,78km2 að flatarmáli en víða grunnt þó mesta dýpi þess sé 16m í því miðju.

Í Skálavatni er bæði urriði og bleikja sem komist hefur í vötnin eftir ókunnum leiðum, væntanlega úr Tjaldvatni. Síðari ár hefur ötult sjálfboðaliðastarf í grisjun náð því að hafa hemil á bleikjunni og varnað því að líkt fari um það og nágranna þess, Langavatn og Eskivatn.

Sveiflur í veiði eru nokkrar og má tengja þær með beinum hætti við sleppingar á urriða sem þar eru gerðar með reglulegu millibili. Það er sammerkt með þessum sveiflum að þegar fáir fiskar veiðast, þá eru þeir stærri og Skálavatn hefur á stundum gefið fiska sem eru vel yfir 10 pund.

Hin síðari ár hefur sú málvenja rutt sér til rúms að tala um Stóra Skálavatn, en þetta forskeyti er í raun með öllu óþarft því vatnið heitir Skálavatn og ætti það að vera næg aðgreining frá nágranna þess, Litla Skálavatni.

Tenglar

Flugur

Humungus
Fromage (silfraður)
Black Ghost
Brúnn og kopar
Gullið
Silfruð og orange
Nobbler (olive)
Nobbler (rauður)

Myndir

Vötnin

Vesturland
Norðvesturland
Norðausturland
Austurland
Suðurland
Hálendið

Create a website or blog at WordPress.com