Litla Skálavatn

Litla Skálavatn er rétt suðvestan Skálavatns og á sér ekki sjáanlegan samgang við önnur vötn. Litla Skálavatn er hefðbundið gígvatn og í því veiðist eingöngu urriði.

Veiði í vatninu er nokkuð sveiflukennd og ekki endilega í samræmi við sleppingar. Ekki er óalgengt að þar veiðist fiskar á bilinu 6 – 9 pund en lítið samhengi virðist vera á milli fjölda og stærðar, ólíkt öðrum vötnum á svæðinu.

Þeim sem leggja leið sína að Litla Skálavatni er bent á að eiga nóg af flugum í veskinu, festur eru töluverðar í vatninu og því hafa menn skilið ómælt magn af flugum eftir á steinnibbum á botninum. Og ekki má gleyma að nefna pollinn sunnan vatnsins, Litla Skálavatns pollur. Þrátt fyrir poll-heitið, þá hafa oft veiðst þar stórir og fallegir fiskar.

Tenglar

Flugur

Humungus
Fromage (silfraður)
Black Ghost
Brúnn og kopar
Nobbler (orange)
Nobbler (svartur)
Nobbler (hvítur)
Nobbler (olive)

Vötnin

Vesturland
Norðvesturland
Norðausturland
Austurland
Suðurland
Hálendið

Create a website or blog at WordPress.com