Langavatn

Langavatn liggur norðan Miðmundaöldu og teygir sig frá Tjaldvatni og að Eskivatni, rétt um 1,4km. Vatnið mælist 0,39km2, í það rennur úr Tjaldvatni og úr því yfir í Eskivatn um Langavatnskvísl. Meginuppistaða afla í vatninu er bleikja sem barst í vatnið úr Eskivatni og Kvíslarvatni og rekur þannig ættir sínar beint til bleikjunnar í Vatnakvísl sem komst þangað úr Tungnaá.

Það vakti athygli veiðimanna fyrir nokkrum árum að holdafar bleikjunnar í Langavatni tók miklum framförum, sem og stærð hennar og hefur þessi breyting haldist þótt fjöldi bleikju hefur eitthvað dregist saman. Síðustu ár hafa veiðimenn því þurft að hafa nokkuð fyrir því að ná góðum afla úr vatninu, en þeir fiskar sem nást eru fyrirhafnarinnar vel virði því fiskurinn er vænn og vel haldinn. Hver sem ástæða þessa er, þá verður vatnið vart talið ofsetið bleikju hin síðari ár, holdafar fisksins segir aðra sögu.

Fjöldi vænlegra veiðistaða eru við vatnið, má þar nefna Langavatnskrika að vestan og Slýdrátt að austan.

Tenglar

Flugur

Black Zulu
Nobbler (bleikur)
Gullbrá
Higa’s SOS
Pheasant Tail
Peacock
Watson’s Fancy

Myndir

Vötnin

Vesturland
Norðvesturland
Norðausturland
Austurland
Suðurland
Hálendið

Create a website or blog at WordPress.com