
Stóra Hraunvatn
Stóra Hraunvatn er eitt gjöfulasta vatnið norðan Litlasjós og það stærsta. Saman mælast Stóra Hraunvatn og það Nyrsta um 2,5 km2. Í vatninu hafa oft á tíðum veiðst stærstu fiskar hvers árs í Veiðivötnum. Reglulegar sleppingar í vatnið skila nokkuð jöfnum afla ár hvert og flestir fiska þar eru vel vænir, enda eru vaxtarskilyrði mjög góð í vatninu.
Þekktir veiðistaðir eru m.a. við Gaukshöfða og Álftanes, í Jöklavík og Auganu, ásamt fjölda annarra staða.