Hellavatn

Hellavatn er þekkt fyrir að koma snemma til á vorin og ræður þar e.t.v. mestu að það er frekar lítið, aðeins um 0,1 km2 að stærð og vel varið vindum þar sem það liggur í hrauninu norðan Litlasjós. Það er mín upplifun af vatninu að þar sé oft mikil veðursæld, stillt og fallegt veður á sama tíma og menn berjast mót vindi við Litlasjó eða Stóra Hraunvatn en Miðvatnið liggur nánast miðja vegu á milli þessara vatn.

Aðkoma að vatninu að norðan er með ágætum og hvergi langur gangur að þekktum veiðistöðum, enda vatnið ekki stórt.

Í vatninu er aðeins urriði og er stofninum viðhaldið með sleppingum. Vatnið skipar ákveðinn heiðurssess hjá mér því þar fékk ég minn fyrsta urriða í Veiðivötnum, tók sá agnarlítinn Black Zulu á flotlínu en mér hefur reynst erfitt að fylgja þessum fyrsta fiski eftir, en margoft reynt.

Í einhverju því sem gæti heitið venjulegt árferði má ganga fram á hraunið við vesturbakka vatnsins og veiða þar sem hellarnir leynast undir hrauninu. Síðustu ár hefur vatnsstaðan þó verið slík að flætt hefur nánast yfir allt hraunið og töluvert yfir gróið landið þar fyrir innan. Þar leynast oft vænir urriðar sem sækja í skordýr og flugur sem þar klekjast.

Tenglar

Flugur

Humungus
Fromage (silfraður)
Gullbrá
Brúnn og kopar
Gullið
Silfruð og orange
Nobbler (olive)
Nobbler (rauður)
Black Zulu
Pheasant Tail
Cats Wiskers

Myndir

Vötnin

Vesturland
Norðvesturland
Norðausturland
Austurland
Suðurland
Hálendið

Create a website or blog at WordPress.com