
Ónýtavatn fremra
Milli Ónýtavatns og Snjóölduvatns liggur Ónýtavatn fremra, lítið vatn umleikis og í grynnra lagi miðað við vötn almennt í Veiðivötnum. Stórfelldar sleppingar hafa ekki tíðkast í vatnið í gegnum tíðina, en við og við er sleppt nokkrum seiðum í vatnið og hafa þá aflatölur næstu ára rétt aðeins úr sér. Segja má að meðalveiði síðustu ára hafi ekki náð 50 fiskum á ári en margir veiðimenn muna eftir toppi sem kom þar árið 2004, 180 fiskar þannig að það getur ýmislegt gerst í þessu vatni.