Litla Fossvatn

Litla Fossvatn hefur samgang við Stóra Fossvatn um Fossvatnalænu og þar með má segja að sami stofn ísaldarurriða finnist í þessum vötnum. Litla Fossvatn er 0,12km2 að flatarmáli og úr því rennur Fossvatnakvísl til Vatnakvíslar. Fyrirstaða við útfall Litla Fossvatns hefur varnað því að bleikja nái upp í Fossvötnin og til að viðhalda þessari náttúrulegu vörn hefur hún verið lagfærð í það minnsta einu sinni og vel er fylgst með ástandi hennar.

Rétt eins og við Stóra Fossvatn er náttúrufegurð þarna gríðarleg og mikil gróska í gróðri og fuglalífi. Sjálfur hef ég kynnst fuglalífi þar betur en ég óskaði mér, því í ógáti varð mér það á í fyrstu ferð minni í Veiðivötn að ganga heldur nærri hreiðri himbrimans við vatnið og fékk heldur betur hvæs í eyra og ógnandi tilburði steggsins sem kom þar aðvífandi. Eftir þá upplifun hef ég haft það að reglu að sneiða hjá hreiðrum himbrima þar sem ég rekst á þau.

Í Litla Fossvatni er aðeins leyfð fluguveiði og hefur svo verið til fjölda ára.

Tenglar

Flugur

Humungus
Fromage (silfraður)
Gullbrá
Brúnn og kopar
Gullið
Silfruð og orange
Nobbler (olive)
Nobbler (rauður)
Nobbler (orange)
Nobbler (svartur)
Nobbler (hvítur)
Litla Rauð
Black Ghost
Black and Orange Marabou
Damsel (græn)

Myndir

Vötnin

Vesturland
Norðvesturland
Norðausturland
Austurland
Suðurland
Hálendið

Create a website or blog at WordPress.com